Enginn enn ráðið sig

Sjötti fresturinn sem flugumferðarstjórum hefur verið veittur til að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., nýju opinberu hlutafélagi sem tekur til starfa um áramótin, rennur út í dag.

Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Loftur Jóhannsson, formaður Félags flugumferðarstjóra (FÍF), stöðuna óbreytta. Aðspurður sagðist hann þannig ekki vita til þess að neinn þeirra 60 flugumferðarstjóra, sem fyrir helgi höfðu enn ekki skrifað undir ráðningarsamning, hefði skipt um skoðun og ráðið sig yfir helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert