Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann vill árétta að umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kompáss á Stöð 2 í gærkvöldi hafi ekki verið um Götusmiðjuna heldur meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
Í gegnum tíðina virðist þessum tveim fyrirtækjum, Götusmiðjunni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna né forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þórarinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint brot eða hegðun Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins.
Virðingarfyllst,
Fyrir hönd Götusmiðjunnar
Guðmundur Týr Þórarinsson
Í Kompásþættinum var m.a. fullyrt, að Guðmundur Jónsson hefði ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna og var vísað í vitnisburð fjögurra kvenna um þetta. Talað var við Guðmund sem vísaði öllum ásökunum á bug.
forstöðumaður