Stjórn meðferðarheimilisins Byrgið hefur ákveðið að fara í meiðyrðamál vegna umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss sem sýnd var í sjónvarpi í gær. Þar var því haldið fram að forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, hefði haft mök við skjólstæðinga sína.
Hilmar Baldursson, lögfræðingur Byrgisins, sagði við Fréttavef Morgunblaðsins í dag að kæran gegn Kompási, fréttaskýringaþætti Stöðvar 2, yrði vonandi lögð fram á morgun fyrir hönd Guðmundar Jónssonar. Sjónvarpsstöðin verður kærð fyrir grófar ærumeiðingar.