Economist hælir Grafarþögn

Breska tíma­ritið The Econom­ist fjall­ar um fjór­ar er­lend­ar saka­mála­sög­ur í nýj­asta hefti sínu og er Graf­arþögn Arn­alds Indriðason­ar nefnd fyrst til sög­unn­ar.

Sagt er að um afar drunga­lega sögu sé að ræða en hefð sé fyr­ir því meðal nor­rænna höf­unda að sýna dökka hlið vel­ferðarsam­fé­lags­ins. Reykja­vík sé lýst sem stað þög­ull­ar ör­vænt­ing­ar.

"Vett­vang­ur Er­lends Sveins­son­ar er ekki túrista­borg hvera og ný­tísku­legra lista­manna held­ur þröng­sýnt þorp sem veld­ur inni­lok­un­ar­kennd. Æsku­fólk henn­ar, þ.ám. Eva Lind, dótt­ir Er­lends, leit­ar fró­un­ar í eit­ur­lyfj­um," seg­ir m.a. í dómn­um. Sagt er að ekki sé erfitt að sjá end­inn fyr­ir en stíll­inn sé svo kraft­mik­ill að bók­in haldi les­and­an­um hug­föngn­um. "Lík­lega verður þetta ekki ferðaþjón­ustu Reykja­vík­ur mjög til fram­drátt­ar en sag­an er heill­andi gluggi að ann­ars kon­ar Íslandi."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert