Héraðsdómari: „Vel rökstuddur dómur"

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

„Dómurinn talar sínu máli, hann er vel rökstuddur og ef ríkið áfrýjar tel ég að það verði erfitt að snúa svona dómi við og fara gegn rökum um sjálfstæði dómsvaldsins," sagði Guðjón S. Marteinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um niðurstöðu niðurstöðu Héraðsdóms um rétt dómara á að fá greidd laun samkvæmt ákvörðun kjaradóms frá því í desember á síðasta ári.

Ákvörðun kjaradóms var felld úr gildi með lögum frá Alþingi í janúar á þessu ári og þá ákvörðun kærði Guðjón.

„Það mætti spyrja dómarafélagið hvers vegna það stóð ekki fyrir málshöfðun, hvers vegna einstaklingur þarf að standa í þessu basli. Þetta snýst bæði um sjálfstæði dómsvaldsins sem er prinsipp og svo er þetta einnig launamál," sagði Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert