Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson.

Óskar Bergs­son, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur óskað eft­ir því að verk­taka­samn­ingi hans við Faxa­flóa­hafn­ir verði rift. Óskar seg­ist í yf­ir­lýs­ingu gera þetta til þess að friður og sátt ríki um það verk­efni, sem hann réði sig til að vinna fyr­ir fyr­ir­tækið, sem var að stuðla að þróun og upp­bygg­ingu Mýr­ar­götu­svæðis­ins.

Yf­ir­lýs­ing Óskars er eft­ir­far­andi:

    Verk­taka­samn­ing­ur minn við Faxa­flóa­hafn­ir hef­ur und­an­farna daga verið harðlega gagn­rýnd­ur af full­trú­um í minni­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur og fjöl­miðlum. Ég gegni stöðu vara­borg­ar­full­trúa fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, for­manns Fram­kvæmdaráðs og vara­for­manns Skipu­lags­ráðs. Í umræðunni hef­ur því verið haldið fram að ég sé beggja vegna borðs og þar með ófær um að gera grein­ar­mun á hags­mun­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Faxa­flóa­hafna. Svo vill til að hagms­un­ir beggja fara sam­an í því verk­efni sem ég tók að mér.

    Fyr­ir ligg­ur lög­fræðilegt álit um hæfi mitt. Sem iðnrekstr­ar­fræðing­ur réði ég mig til verks­ins í þeirri trú að ég gæti sinnt því af eind­rægni án þess að það bitnaði á öðrum störf­um mín­um fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. Al­menna regl­an er sú að störf í sveit­ar­stjórn­um eru álit­in auka­störf, ekki síst þegar um er að ræða vara­mann eins og í mínu til­viki.

    Sú gagn­rýni sem beinst hef­ur að mér að und­an­förnu er ómak­leg og af póli­tísk­um rót­um sprott­in. Hún hef­ur ekki aðeins skaðað verk­efnið held­ur fjöl­skyldu mína. Hún hef­ur enn­frem­ur varpað skugga tor­tryggni á starfs­hætti meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar.

    Það er sann­fær­ing mín að í um­ræddu verk­efni sé ekki um neina hags­muna­árekstra að ræða. Til þess að friður og sátt ríki um verk­efnið hef ég ákveðið að óska eft­ir því að samn­ingi mín­um við Faxa­flóa­hafn­ir verði rift. Ég vænti þess að al­menn­ing­ur í borg­inni skilji þá ákvörðun mína og virði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka