Sex mánaða fangelsi fyrir að stela lambakjöti og ýsu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 6 mánaða fangelsi fyrir að stela átta lambalærum, lambakótelettum, lambahrygg, þremur ýsuflökum og fæðubótaefnum úr ýmsum matvöruverslunum í Reykjavík í sumar. Alls voru þessi matvæli metin á 55 þúsund króna virði.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn játaði brot sín. Hann er fertugur að aldri en sakarferill hans er langur og fyrstu dómana hlaut hann árið 1988 en hefur síðan oft verið dæmdur fyrir ýmis brot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert