Konungsbók Arnalds Indriðasonar situr enn í efsta sæti bóksölulistans í flokki skáldverka, fimmtu vikuna í röð. Þá er hún næstmest selda bók landsins ef litið er til allra flokka, en þar sitja Eftirréttir Hagkaupa á toppnum líkt og síðustu tvær vikur.
Á meðal barna- og unglingabóka er Eragon vinsælastur en Ljósið í Djúpinu er í efsta sæti þegar litið er til Ævisagna og endurminninga. Þá er bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, mest selda ljóðabókin. | 20