Innanlandsflug að komast í lag

Enn er ekki flogið til Ísafjarðar eða Vestmannaeyja.
Enn er ekki flogið til Ísafjarðar eða Vestmannaeyja. mbl.is/Eyþór

Innanlandsflug lagðist alfarið niður vegna veðurs eftir miðjan dag í gær en í morgun var flogið á Akureyri og Egilsstaði. Enn er ekki flogið til Ísafjarðar eða Vestmannaeyja en Árni Gunnarsson yfirframkvæmdastjóri Flugfélags Íslands sagði að tafir væru þó sökum þess að verið væri að fljúga með þá sem ekki komust í gær.

Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins sagði Árni að það hefði verið veður í lofti sem hamlaði flugi til Akureyrar í gær. „Vatnið flaut ekki yfir flugbrautina sjálfa, það flaut upp að byggingum við völlinn," sagði Árni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka