Mikil fjölgun sumarhúsa í Borgarfirði

Sumarhúsum í Borgarfirði hefur fjölgað mjög hratt á undanförnum árum og ekkert lát virðist á þeirri uppbyggingu því nú liggja fyrir hjá skipulagsyfirvöldum beiðnir um deiliskipulag á mörgum byggingasvæðum með hundruð lóða fyrir sumarhús sem ætlunin er að byggja á næstu árum.

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins eru sumarhús í Borgarbyggð og Skorradalshreppi nú 1.780 talsins og hefur fjölgað um 121 á árinu eða tæp 7,3% og fjölmörg sumarhús eru nú í byggingu, samkvæmt frétt Skessuhorns.

Fréttavefurinn Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert