Rannsókn á meintum hlerunum ekki haldið áfram

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.

Bogi Nils­son, rík­is­sak­sókn­ari, seg­ir að fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­ar­gögn um meint­ar hler­an­ir á síma fyrr­um ut­an­rík­is­ráðherra og starfs­manni ráðuneyt­is­ins, á meðan þeir gegndu störf­um í ráðuneyt­inu, gefi ekki til­efni til þess að rann­sókn á mál­inu verði haldið áfram.

Rík­is­sak­sókn­ari fól Ólafi Hauks­syni, lög­reglu­stjóra á Akra­nesi, að ann­ast rann­sókn á ætluðum hler­un­um á síma Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, fyrr­um ut­an­rík­is­ráðherra, og á síma Árna Páls Árna­son­ar, sem var starfsmaður í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Til­efnið var yf­ir­lýs­ing­ar þeirra í fjöl­miðlum um hler­an­ir á sím­um og sím­töl­um þeirra, ann­ars veg­ar á ár­inu 1992 eða 1993 og hins veg­ar á ár­inu 1995.

Tekn­ar voru skýrsl­ur af op­in­ber­um starfs­mönn­um, alls 6 mönn­um, sem voru lög­reglu­menn, starfs­menn í út­lend­inga­eft­ir­liti eða hjá toll­gæslu. Einnig voru tekn­ar skýrsl­ur af 6 mönn­um, sem voru starfs­menn Pósts og síma auk þess sem aflað var grein­ar­gerðar frá lög­reglu­stjór­an­um í Reykja­vík um fram­kvæmd sím­hler­ana sem lög­regl­an í Reykja­vík stóð fyr­ir á ár­un­um 1992 til 1995.

Í til­kynn­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara seg­ir, að ekk­ert hafi komið fram, sem studdi um­mæli þeirra Jóns Bald­vins og Árna Páls um að sím­ar þeirra hefðu verið eða kynnu að hafa verið hleraðir þegar þeir gegndu störf­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Í til­kynn­ingu rík­is­sak­sókn­ara seg­ir síðan:

    Af hálfu Jóns Bald­vins hef­ur m.a. komið fram að hann hafi, á ár­inu 1991, 1992 eða 1993, fengið kunn­ingja sinn á fjar­skipta­sviði, til að ganga úr skugga um hvort sími hans í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu væri hleraður og sá maður lýst því að svo væri.

    Miklu þykir skipta að fá upp­lýs­ing­ar um hver þessi kunn­áttumaður er til að fá lýs­ing­ar hans á þeim mæl­ing­um sem hann gerði og hvað þær sýndu. Jón Bald­vin hef­ur ekki viljað veita upp­lýs­ing­ar um hver maður­inn er.

    Í grein­ar­gerð lög­reglu­stjór­ans á Akra­nesi um rann­sókn­ina seg­ir m.a:

    „Því til viðbót­ar benti Jón Bald­vin á mann sem vann hjá Sím­an­um sem hefði orðið vitni að hler­un­um á síma Jóns Bald­vins í Landsíma­hús­inu. Við rann­sókn kom fram að þær upp­lýs­ing­ar studdu ekki við grun­semd­ir um ólög­mæta hler­un á síma JBH og fund­ust eðli­leg­ar skýr­ing­ar á at­ferl­inu í Landsíma­hús­inu.

    Einnig kom fram hjá JBH að hann hefði fengið upp­lýs­ing­ar frá aðila, sem starfaði inn­an ís­lensku leyniþjón­ust­unn­ar um ólög­mæt­ar sím­hler­an­ir hjá ráðamönn­um fram til dags­ins í dag. Til­greind­ir voru aðilar sem hann taldi að störfuðu inn­an leyniþjón­ust­unn­ar á um­rædd­um árum og að þeir hefðu starfað í út­lend­inga­eft­ir­lit­inu. Nafn heim­ild­ar­manns um leyniþjón­ust­una gaf hann ekki upp en gaf nokkra lýs­ingu á starfs­ferli hans (...)

    Í seinni skýrslu af JBH gaf hann upp nafn heim­ild­ar­manns síns um leyniþjón­ustu á Íslandi og var sá yf­ir­heyrður. Hann taldi sig ekki geta staðfest veiga­mik­il atriði í frá­sögn JBH varðandi um­rædda leyniþjón­ustu og hafði ekki vitn­eskju um sím­hler­an­ir án úr­sk­urða auk þess sem hann var hætt­ur störf­um á því tíma­bili sem um ræðir."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert