Vegfarendur varaðir við vatnavöxtum víða um land

Vegfarendur eru varaðir við vatnavöxtum víða um land þar sem vatn gæti flætt upp á vegi.

Gjábakkavegur er ófær vegna vatnavaxta. Skeiðavegur er ófær þar sem Hvítá flæðir yfir veginn við Brúarhlöð. Auðsholtsvegur, vegur 340, er ófær vegna vatnavaxta við bæinn Auðsholt.

Það er ófært vegna vatnaskemmda við Ferjukot í Borgarfirði.

Vegna vatnavaxta er ófært á Klofningsvegi í Dalabyggð. Unnið er að viðgerð.

Eyjafjarðarbraut vestri er einnig í sundur vegna flóðs við Samkomugerði og má búast við að viðgerð þar taki einhverja daga.

Vegna skriðufalla í Þvottárskriðum er vegurinn orðinn ófær, ekki er talið óhætt að opna veginn aftur fyrr en að það birtir í fyrramálið.

Annars eru vegir víðast hvar auðir þótt enn sé hálka á einstaka heiðum.

Það eru þungatakmarkanir í öllum landshlutum.

Framkvæmdir





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert