ASÍ kemst inn í Bónus

Eft­ir fund for­svars­manna Bón­uss og Alþýðusam­bands Íslands aflétti Bón­us banni við verðkönn­un­um ASÍ í Bón­us-versl­un­um en bannið var lagt á vegna deilna um verðkönn­un á bók­um í liðinni viku.

Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, seg­ir að bannið hafi verið lagt á til að ná at­hygli ASÍ sem hafi ekki svarað fyr­ir­spurn­um varðandi könn­un­ina. Á fund­in­um hafi Bón­us getað komið sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi og þar með hafi til­gang­in­um með bann­inu verið náð. „Það er lág­mark að svara fyr­ir­spurn­um og það er nú bara dóna­skap­ur að gera það ekki," seg­ir Guðmund­ur.

Gylfi Arn­björns­son, fram­kvæmda­stjóri ASÍ, seg­ir að óskað hafi verið eft­ir því að at­huga­semd­ir sem ber­ast frá versl­un­um verði sett­ar í ákveðinn far­veg. Hann sagðist ekki bú­ast við öðru en að sam­skipti við Bón­us yrðu góð, hér eft­ir sem hingað til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert