Tilkynnt var um eld í íþróttahúsi Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík laust eftir klukkan sex í kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins taldi sig hafa slökkt eldinn um klukkan 18:30 en skömmu síðar blossaði eldurinn aftur upp þegar slökkviliðsmenn fór að rífa plötur af þakinu. Íþróttahúsið er álklætt steinhús og er eldurinn í klæðningu hússins, var kominn upp í þakskegg. Slökkviliðið segir að ekki sé talið útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða en skömmu áður en eldurinn gaus upp sást til þriggja pilta í nágrenninu.