Enginn vafi á að reykskynjarinn bjargaði

Frá Hvolsvelli
Frá Hvolsvelli mbl.is/Steinunn Ósk

Guðný Guðna­dótt­ir seg­ir eng­an vafa leika á því að reyk­skynj­ari hafi bjargað þegar kviknaði í á heim­ili henn­ar á Hvols­velli í nótt. Guðný þurfti að fara inn í þrjú her­bergi til að sækja börn­in og seg­ir að nauðsyn­legt hafi verið að skríða út þar sem mik­ill reyk­ur var í hús­inu.

„Ég var milli svefns og vöku inni í stofu þegar ég heyrði í reyk­skynj­ar­an­um, ég fór þá að her­berg­inu þaðan sem reyk­ur­inn kom, sem var svefn­her­bergið, svo sótti ég bara börn­in og við hlup­um út."

Fara þurfti um þrjú her­bergi til að vekja hvert barn, en það gekk þó hratt fyr­ir sig að sögn Guðnýj­ar.

Börn Guðnýj­ar sem voru í hús­inu eru 5, 7 og 9 ára göm­ul og seg­ir hún að þeim hafi eðli­lega orðið mjög hverft við, þau séu enn að jafna sig en taki at­b­urðinum vel miðað við aðstæður og standi sig í raun eins og hetj­ur. Hún seg­ist þó mjög feg­in því að yngsta barn henn­ar hafi verið hjá föður sín­um þegar elds­voðinn var.

Ekki er vitað hve mikið tjón varð vegna elds­ins, en Guðný hef­ur ekki farið inn í húsið eft­ir að brun­inn varð. Ekki er held­ur vitað annað um elds­upp­tök, en það að eld­ur­inn kom upp í svefn­her­bergi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert