Hefðbundin friðarganga á vegum Samstarfshópi friðarhreyfinga var gengin niður Laugaveginn í Reykjavík undir kvöld. Gangan í ár var sú tuttugasta og sjöunda í röðinni. Seldir voru kyndlar á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tók að vanda þátt í blysförinni sem lauk með stuttum fundi á Lækjartorgi. Friðargöngur voru víðar á landinu í kvöld, svo sem á Akureyri, Ísafirði og Stykkishólmi.