Heilu sveitirnar eins og stöðuvatn yfir að líta

Flóðið í Hvítá hefur mikið rénað en hún er þó hvergi nærri horfin í sinn hefðbundna farveg. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir flóðasvæðið í gær var engu líkara en sumir bæirnir væru byggðir á eyjum í risastóru stöðuvatni. Ljóst má vera að vatnið mátti ekki hækka miklu meira við bæinn Útverk á Skeiðum, sem sést á myndinni, og víst verður að hrósa húsráðanda fyrir að hafa valið sér gott bæjarstæði, a.m.k. það besta í nágrenninu. Fært var orðið á alla bæi í gær og fóru margir strax af stað í innkaupaleiðangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert