Yfir hátíðarnar verður helgihald Þjóðkirkjunnar um allt land og má Þjóðkirkjan áætlar að messur og helgistundir verði milli sex og sjö hundruð talsins yfir hátíðirnar og er þá miðað við dagana 24. – 26. desember og áramótin. Í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi verða um 160 messur og helgistundir þessa daga, bæði í kirkjum og á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar.
Í tilkynningu frá kirkjunni segir, að í Þingeyjarprófastsdæmi verði 33 almennar guðsþjónustur þessa daga, í Vestfjarðaprófastsdæmi 40, í Húnavatnsprófastsdæmi 26 og Árnesprófastsdæmi 45. Í Múlaprófastdæmi verða 25 messur og helgistundir þessa daga sem og í Rangárvallaprófastsdæmi. Í Skaftafellsprófastsdæmi verða 18 guðsþjónustur og helgistundir.
Þá er víða samverustund í kirkjum um eftirmiðdaginn á aðfangadag fyrir börnin. Þetta á við um margar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu en einnig meðal annars á Skagaströnd og í Landkirkju í Vestmannaeyjum.
Um allt land er messað fyrir fólk sem ekki getur sótt kirkjur af ýmsum ástæðum. Þannig er helgihald um jól á sjúkrahúsum og heilsugæslustofnum, sem og í fangelsum. Einnig verður sérstök messa í kirkju heyrnarlausra.
Helgihald er kynnt í fjölmiðlum en oft má einnig finna upplýsingar á vefsíðum kirkna og prófastsdæma. Yfirlit yfir slíka vefi er að finna á http://kirkjan.is/um/vefirsokna/ og http://www.kirkjan.is/?vefir.