Ökumenn hvattir til að leggja aðeins í merkt stæði

Lögreglan í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeim tilmælum er beint til þeirra sem leið eiga í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu að leggja einungis í merkt bifreiðastæði. Þá verður Laugavegur lokaður fyrir umferð ökutækja frá klukkan 18 í kvöld og til miðnættis.

Í tilkynningunni er bent á að frítt er í bílastæðahús og þau opin til miðnættis. Nokkuð er farið að bera á því að bifreiðum sé illa og/eða ólöglega lagt í Þingholtum og á/eða í kringum Laugaveg og götur hafa verið við það að lokast vegna þess. Fólk er því hvatt til að sýna tillitssemi svo umferðin geti gengið sem best fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert