Wilson Muuga færðist lítillega í nótt, en virðist ekki á förum

Myndir frá strandstað Wilson Muuga á flóði í morgun
Myndir frá strandstað Wilson Muuga á flóði í morgun mbl.is/Hilmar Bragi

Wilson Muuga færðist lítillega nær landi í nótt, en hefur staðið af sér mikið hvassviðri og stórstreymi, svo nokkur bjartsýni er á að skipið muni standa enn um sinn meðan beðið er eftir betra veðri svo hægt sé að dæla olíu frá skipinu.

Beðið er eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komi á strandstað Wilson Muuga en þá verða menn sendir um borð til að kanna ástand. Þyrlan fer svo í könnunarflug til að kann hvort olía hafi lekið úr skipinu.

Kristján Geirsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir aðgerðirnar mjög háðar veðri og þótt veður lægi inn á milli þá þurfi lengri samfelldan tíma svo hægt sé að athafna sig við að hefja dælingu á olíunni.

Þess vegna, og ekki síst þar sem skipið verðist sitja nokkuð fast þar sem það er, verður beðið betra veðurs áður en farið verður út í frekari aðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert