Einn togari á veiðum yfir jólin

mbl.is/Hafþór

Aðeins er vitað að einn togari, Breki VE, verði á veiðum yfir jólin en togarinn er að veiðum suðvestur af landinu fyrir erlendan markað og mun sigla með aflann beint þangað, samkvæmt upplýsingum frá Varðstöð siglinga. Samkvæmt lögum eiga skip að vera komin í höfn og búin að landa þegar jólahátíðin gengur í garð en hægt er að fá undanþágur fyrir skip sem sigla beint með afla til útlanda.

Víða hafa skip í höfnum verið skreytt fallega vegna jólanna. Þessi mynd var tekin í Húsavíkurhöfn þar sem jólaljósin lýsa upp skipin og höfnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert