Met sett í smásölu fyrir þessi jól

Margt var um manninn á Laugaveginum í gærkvöldi
Margt var um manninn á Laugaveginum í gærkvöldi Brynjar Gauti

Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslunarmenn séu almennt mjög ánægðir með verslun fyrir þessi jól. Sigurður segir nokkuð víst að met hafi verið sett í smásölu fyrir þessi jól, a.m.k. mjög víða og að hann hafi ekki heyrt í einum einasta manni sem orðið hafi fyrir vonbrigðum með verslunina.

Í gær rættist nokkuð út veðri og voru mjög margir á ferli í miðbænum að ljúka jólagjafainnkaupum, fólk hafi greinilega viljað komast undir bert loft og segir Sigurður að sannkölluð karnival stemning hafi ríkt á Laugaveginum um tíma í gærkvöldi. Talsmenn verslanamiðstöðvanna eru þó ekki síður sáttir, en þar hefur verið mikil sala fyrir jólin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert