Útsendingar Ríkisútvarpsins féllu niður um tíma í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu RÚV féll út skáli hjá álveri, og kom við það högg á kerfi Landsnets. Þetta orsakaði bilun í búnaði hjá Ríkisútvarpinu og féllu útsendingar við það niður. Ekki er vitað hvers eðlis bilunin er, en neyðarútsending RÚV var hafin í kjölfarið og er virk nú.
Þó mun tölvubúnaður að miklu leyti óvirkur í Efstaleiti og símkerfi var óvirkt um tíma. Ekki er ljóst í hvaða álveri bilunin varð.