Eldur í Malarvinnslunni í Mývatnssveit

Þak hússins féll.
Þak hússins féll. mbl.is/Þórarinn Jónsson

Tilkynnt var um eld í verkstæði hjá Malarvinnslunni í Mývatnssveit um hálf fimm í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Húsavík. Mun einn maður slasaðist. Eldurinn var mikill og húsið alelda. Þá mun eldurinn hafa læst sig í gáma sem stóðu við húsið.

Að sögn lögreglu var maðurinn sem slasaðist fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsl hans munu ekki hafa reynst eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Húsnæði Malarvinnslunnar stendur við Múlaveg, austast í Reyjahlíð, rétt við Hringveginn.

Eldurinn var mikill.
Eldurinn var mikill. mbl.is/Þórarinn Jónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert