Segir herferð gegn íslenskum vörum í undirbúningi í Bandaríkunum

Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforma, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, að erlend umhverfisverndarsamtök undirbúi nú herferð gegn hvalveiðum Íslendinga. Þegar gæti áhrifa af þessu því hætt hafi verið við kynningu á íslenskum vörum við opnun stærstu matvöruverslunar í Bandaríkjunum í Fairfax í Virginíuríki.

Baldvin sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Grænfriðungar, Sierra Club, PETA og World Wildlife Fund undirbúi herferðina sem verði hleypt af stokkunum í vor. Sagði Baldvin, að umhverfissinnar ytra hafi skrifað tvö lesendabréf í blaðið Washington Post þar sem fólk er hvatt til að ferðast ekki til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert