Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða. Sjálf berst Ásta Lovísa við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni.
Í yfirlýsingu ritstjóra Ísafoldar segir að þannig opni Ásta Lovísa umræðuna um sjúkdóm sem þúsundir glími við, flestir í þögulli þjáningu. Þá segir: „ Val Ísafoldar á Ástu Lovísu er öðrum þræði vegna hetjulegrar baráttu hennar og hreinskilni í erfiðri baráttu en á hinn bóginn er hún fulltrúi stækkandi hóps fólks sem bloggar daglega um hin ýmsu mál." Bloggsíða Ástu Lovísu