Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur

Hraunmolarnir, sem konan skilaði.
Hraunmolarnir, sem konan skilaði.

Ferðamála­stofu barst á Þor­láks­messu lít­ill pakki frá konu í Kan­ada. Þegar pakk­inn var opnaður komu í ljós tveir litl­ir hraun­mol­ar og bréf frá kon­unni, sem sagðist hafa tekið hraun­mol­ana á Íslandi í sum­ar en síðan hafi ógæf­an elt hana. Henni hafi verið sagt að á Hawaii séu ferðamenn varaðir við að taka með sér hraun­mola því það reiti guðina til reiði og valdi ógæfu.

Á heimasíðu Ferðamál­stofu er vitnað í kafla í bréf­inu, sem er eft­ir­far­andi:

    Á æv­in­týra­legri ferð minni um Ísland í sum­ar valdi ég mér hraun­mola og tók með mér heim. Síðan ég kom heim hef­ur ógæf­an elt mig. Mér var sagt frá því að á Hawaii væru ferðamenn varaðir við því að aka með sér hraun­mola þar sem það skapaði reiði guðanna að hrófla svo við nátt­úr­unni og ógæfa myndi fylgja þeim sem það gerði. Ef til vill á þetta líka við á Íslandi þar sem bæði Ísland og Hawaii eru eld­fjalla­eyj­ur. Því sendi ég hér með þá mola sem ég tók og skila þeim þannig aft­ur til þeirra heim­kynna.

Vefsvæði Ferðamála­stofu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert