Alvarlegum slysum fjölgaði um 28,7% fyrstu tíu mánuði ársins

Alls hafa 30 látist í umferðarslysum það sem af er …
Alls hafa 30 látist í umferðarslysum það sem af er árinu mbl.is/Árni Sæberg

Í samantekt slysaskráningar Umferðarstofu kemur fram að alvarlegum slysum fyrstu 10 mánuði ársins hefur fjölgað á Íslandi um 28,7% í samanburði við sama tíma í fyrra. Ef októbermánuði er sleppt og borinn er saman fjöldi alvarlegra slysa fyrstu 9 mánuði ársins er munurinn töluvert meiri eða samtals 43,6%. Að teknu tilliti til októbermánaðar hefur samkvæmt þessu dregið úr þeim mikla mun sem fram að þessu hefur verið á slysatölum ársins í ár og í fyrra.

Alls hafa orðið 27 banaslys þar sem 30 létust í umferðinni það sem af er ári. Þrjú algengustu banaslysin voru árekstur tveggja bíla sem mætast á beinum vegi eða í beygju (18.5%), ekið út af beinum vegi hægra megin (11,1%) og slys í eða eftir vinstri beygju – ekið út af hægra megin (7,4%).

Sjá nánar á vef Umferðarstofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert