Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express

Frá innritun í Flugstöð Leifs Eirikssonar.
Frá innritun í Flugstöð Leifs Eirikssonar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Talsmaður neytenda hefur sent bréf til flugfélaganna Icelandair og Iceland Express þar sem hann óskar eftir upplýsingum um tekjur félaganna af skattgreiðslum flugfarþega.

Í bréfinu kemur fram að óskað sé eftir upplýsingunum að gefnu tilefni. En talsmanni neytenda ber skv. 6. gr. laga nr. 62/2005 að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Felst hlutverk hans m.a. í því að taka við erindum neytenda, bregðast við þegar brotið er gegn réttindum og hagsmunum neytenda og gefa út rökstuddar álitsgerðir ásamt tillögum um úrbætur.

Óskar hann upplýsinga um ferðir sem hófust á tímabilinu 1. júlí 2005 til móttökudags bréfsins.

Spurningar talsmanns neytenda eru eftirfarandi:
Hverjar eru heildartekjur félagsins af greiðslum flugfarþega undir heitinu „skattar"?

Hver er heildarkostnaður félagsins, sem leggst á það miðað við höfðatölu farþega og rennur óskipt til íslenska ríkisins, annarra ríkja eða annarra aðila, sem fara með opinbert vald og lúta reglum opinbers réttar að lögum hlutaðeigandi lands?

Hverjar eru heildartekjur félagsins af greiðslum flugfarþega undir heitinu „gjöld"?

Hver er heildarkostnaður félagsins vegna greiðslna til þriðju aðila – annarra en í 2. tl. – sem stofnast til miðað við höfðatölu farþega?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert