Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður hefur undanfarin sjö ár starfað hjá KB banka en hún hefur BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Aðalheiður, sem er gift Páli Magnússyni fyrrum aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur, tekur við starfinu af Sigfúsi Inga Sigfússyni sem hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.