Barnaverndarmálum hefur fjölgað

Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað úr 3.648 í 4.779 tilkynningar þegar saman eru bornir fyrstu níu mánuðir áranna 2005 og 2006. Aukningin milli ára er 31%. Þessa aukningu má einkum skýra með fjölda lögregluskýrslna, segir á vef Barnaverndarstofu, bvs.is. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 bárust barnaverndarnefndum 1.747 tilkynningar frá lögreglu en á árinu 2006 voru þær 2.659.

Tilkynnt var um 3.576 börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 en fjöldi barna var 4.427 árið 2006. Tilkynnt hefur því verið um 24% fleiri börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 en 2005.

Umsóknum um meðferð hefur einnig fjölgað á þessum tímabili. Umsóknir voru 129 á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 en 2006 voru þær 146. Umsóknum hefur því fjölgað um 13%. Auk þess hefur umsóknum um fóstur fjölgað úr 79 í 100. Aukningin er 27%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert