Stjórnvöld virða niðurstöðu íraskra dómstóla

Lögreglumenn fagna aftöku Saddams í Basra, næststærstu borg Íraks.
Lögreglumenn fagna aftöku Saddams í Basra, næststærstu borg Íraks. Reuters

Mik­il viðbrögð hafa orðið við af­töku Saddams Hus­sein um heim all­an. Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að virða verði lög­mæta niður­stöðu íraskra dóm­stóla þó stjórn­völd séu and­víg dauðarefs­ing­um en for­ystu­menn ís­lenskra stjórn­mála­flokka ótt­ast all­ir af­leiðing­ar af­tök­unn­ar.

„Við leys­um ekki vand­ann í Írak með því að taka Saddam Hus­sein af lífi. Per­sónu­lega er ég á móti dauðarefs­ing­um og hef alltaf verið,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún seg­ir að alltaf megi bú­ast við því að of­beld­is­menn noti af­tök­una sem skálka­skjól fyr­ir of­beld­is­verk.

Íslensk stjórn­völd eru mót­fall­in dauðarefs­ing­um og eiga aðild að alþjóðasamn­ing­um þess efn­is, seg­ir Val­gerður Sverr­is­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra. „En dóm­stól­ar í Írak hafa fellt þenn­an úr­sk­urð, og þar í landi er heim­ild til dauðarefs­inga í lög­um, og lög­mæt­ur dóm­stóll sem fell­ir þann úr­sk­urð. Við virðum þá niður­stöðu.

Ég ótt­ast að til skemmri tíma litið geti þessi af­taka aukið á hörm­ung­arn­ar í Írak, en tel ekki að það verði þannig til lengri tíma litið, það hef­ur legið í loft­inu um sinn að þetta yrði með þess­um hætti.“ Ótt­ast píslar­vætti
Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist ótt­ast að Saddam Hus­sein verði gerður að píslar­votti í kjöl­far af­töku hans í nótt.

„Ég fyll­ist alltaf ónota­kennd þegar rík­is­valdið stend­ur fyr­ir af­tök­um á fólki hvar sem það er og hvað sem það hef­ur af sér brotið og það átti við í þessu til­viki eins og öðrum,“ seg­ir Ingi­björg. „Ég ótt­ast að af­tak­an muni ekki bæta ástandið í Írak og tel að bet­ur hefði farið að Saddam hefði þurft að svara fyr­ir all­ar sín­ar ávirðing­ar í eðli­legri rétt­ar­höld­um. Það hefði aukið lík­ur á því að sátt næðist milli stríðandi fylk­inga í land­inu.“

Ögmund­ur Jónas­son, formaður þing­flokks Vinstri-grænna seg­ir að Saddam Hus­sein hafi verið ill­víg­ur harðstjóri og til hans megi rekja hrotta­leg of­beld­is­verk. „Væri farið að kenni­setn­ing­unni „auga fyr­ir auga og tönn fyr­ir tönn“ mætti ef­laust rétt­læta að hann væri lát­inn gjalda með lífi sínu en það er ekki leiðin út úr víta­hring of­beld­is og hat­urs og ég ótt­ast að af­taka Saddams Hus­sein verði sem olía á ófriðarbálið í Írak og það til langs tíma. Af­taka Saddams Hus­sein varp­ar ekki aðeins ljósi á hann sjálf­an, held­ur á böðla hans einnig, frum­stæða grimmd þeirra og van­mátt frammi fyr­ir viðfangs­efni sínu að lægja öld­ur í stríðshrjáðu landi. Þeir hugsa með of­beld­is­hnef­an­um líkt og Saddam gerði sjálf­ur.“

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir að Saddam hafi, sem for­ystumaður þjóðar verið harðstjóri og ill­virki að mörgu leyti þá sé það óvíst hvort af­taka hans muni bæta ástandið í Írak.

„Maður hef­ur af því áhyggj­ur að af­tak­an geti jafn­vel haft þau áhrif að átök­in þar í landi harðni enn frek­ar og íraska þjóðin hef­ur þurft að þola nógu mikið á und­an­förn­um árum þótt ekki sé á það bætt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert