Félagsmálaráðherra varar við daðri við fordóma

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra

Magnús Stef­áns­son, fé­lags­málaráðherra, seg­ir í frétta­bréfi fé­lags­málaráðuneyt­is­ins að mik­il umræða hafi skap­ast um frjálsa för verka­fólks á haust­dög­um. Seg­ir hann slíka umræðu bæði holla og góða „en ég vara ein­dregið við að menn daðri við for­dóma, því að það bitn­ar á þeim sem síst skyldi.“

Gera má ráð fyr­ir að á ár­inu 2006 hafi hátt í 11.000 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar komið til starfa á Íslandi, þótt ekki séu þeir svo marg­ir starf­andi á hverj­um tíma­punkti, og að um 6.000 séu enn á vinnu­markaði sem voru hér starf­andi á ár­inu 2005. Er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar á ís­lensk­um vinnu­markaði eru því að öll­um lík­ind­um ná­lægt 16.000 um þess­ar mund­ir.

Frjáls för verka­fólks í sam­ræmi við grund­vall­ar­regl­ur samn­ings­ins um evr­ópska efna­hags­svæðið varð til­efni mik­ill­ar umræðu í haust. Magnús Stef­áns­son fé­lags­málaráðherra seg­ir að umræða sem slík sé bæði holl og nauðsyn­leg, „en ég vara ein­dregið við að menn daðri við for­dóma, því að það bitn­ar á þeim sem síst skyldi.“

Magnús seg­ir að inn­flytj­enda­mál hafi verið í for­gangi í fé­lags­málaráðuneyt­inu frá því að hann tók við stjórn­artaum­un­um þar í sum­ar.

Unnið sé á mörg­um víg­stöðvum og í góðu sam­ráði við aðila vinnu­markaðar­ins við að styrkja innviði at­vinnu­lífs­ins, bæta eft­ir­lit og auðvelda inn­flytj­end­um aðlög­un að ís­lensku sam­fé­lagi.

„Til dæm­is hef­ur rík­is­stjórn­in stór­aukið fram­lög til ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur,“ seg­ir Magnús.

„Við Íslend­ing­ar verðum að rækja sóma­sam­lega þær skyld­ur sem við höf­um tek­ist á herðar í alþjóðlegu sam­hengi til að eiga kost á hagræðinu sem í EES-samn­ingn­um felst."

„Í ráðuneyt­inu hef­ur verið brugðist við frétt­um um að aðbúnaður verka­fólks, meðal ann­ars út­lend­inga, sé óviðun­andi. Ég hef þar að auki kynnt í rík­is­stjórn­inni frum­varp til laga sem fel­ur meðal ann­ars í sér að tök­in á þess­um mál­um verði hert ásamt því að skerpa ábyrgð fyr­ir­tækja.“

Hann bæt­ir við að mark­miðið með frum­varp­inu um rétt­indi og skyld­ur er­lendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands og starfs­kjör starfs­manna þeirra sé meðal ann­ars að er­lend­ir starfs­menn á ís­lensk­um vinnu­markaði fái laun og önn­ur starfs­kjör í sam­ræmi við ís­lensk lög og kjara­samn­inga. Þar með tal­in séu rétt­indi í sam­bandi við til dæm­is veik­indi og slys og bæt­ur vegna and­láts, var­an­legs lík­ams­tjóns og tíma­bund­ins missis starfs­orku.

„Þetta nýja frum­varp ger­ir ráð fyr­ir ríkri upp­lýs­inga­skyldu og eft­ir­liti og heim­ild til að stöðva at­vinnu­starf­semi ef ekki er farið að sett­um regl­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert