Forstöðumaður Byrgisins vissi ekki að greiðslur hafi verið stöðvaðar

Jón Arnar Einarsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann lýsir furðu sinni á að ríkisendurskoðandi Sigurður Þórðarson hafi í fréttum RÚV í gær tilkynnt að félagsmálaráðuneytið hafi að hans ósk ákveðið þann 29. desember síðastliðinn að stöðvað greiðslur til Byrgisins þar til niðurstöður ríkisendurskoðunar á fjárreiðum Byrgisins liggi fyrir. Byrginu hafi engin tilkynning borist frá félagsmálaráðaneytinu um að stöðva ætti greiðslur til starfseminnar.

Á vef RÚV kemur fram að hafi ríkisendurskoðandi hinsvegar haft umboð til að tilkynna þetta fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins vill forstöðumaðurinn benda á að í yfirlýsingu ráðuneytisins um greiðslur á styrk til Byrgisins, sem undirrituð var af ráðuneytinu í október 2003, segi að uppfylli rekstraraðili ekki skyldur sínar samkvæmt yfirlýsingunni geti félagsmálaráðuneytið birt rekstraraðilum skriflega kröfugerð þar sem krafist er tafarlausra úrbóta og settur er hæfilegur tímafrestur. Er ráðuneytinu heimilt í því sambandi að krefjast þess að rekstraráætlun verði lögð fram. Bæti rekstraraðili ekki úr annmörkum samkvæmt kröfugerð innan tímafrestsins hafi ráðuneytið heimild til að fresta greiðslum þar til úrbætur hafi verið gerðar.

Jón Arnar segir að tillitsleysi við vistmenn og starfsmenn Byrgisins virðist takmarkalaust og menn virðist ekkert sjá jákvætt í því svartnætti sem nú ríkir. Gengdarlaust áreiti á vistmenn og starfsmenn hafi valdið ómetanlegum skaða.

Að lokum vil Jón geta þess að á þeim áratug sem Byrgið hefur starfað eru skráðar gistinætur orðnar 152.000. Fyrir þessa þjónustu við götufólk, hafi Byrgið fengið greitt á fjárlögum og fjáraukalögum, tæpar 160 miljónir í peningum, sem nemi rúmlega 1.000 krónum fyrir hverja gistinótt, að því er segir á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert