Ómar Ragnarsson fréttamaður var valin maður ársins af hlustendum Rásar 2 í dag, en hann hlaut fjórðung atkvæða. Ómar vakti mikla athygli í ár eftir að hafa opinberlega lýst yfir andstöðu við Kárahnjúkavirkjun nú í september sl. Þá stóð hann í framhaldinu m.a. fyrir fjölmennum mótmælafundi gegn Kárahnjúkavirkjun á Austurvelli.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, einstæð þriggja barna móðir sem berst við erfið veikindi, lenti í öðru sæti. Tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem hélt vöku fyrir öllum Íslendingum á meðan hann keppti bandaríska raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova í sumar, hafnaði í þriðja sæti.