Ríkið hættir greiðslum til Byrgisins

Ríkið hefur hætt greiðslum til meðferðarheimilisins Byrgisins að beiðni ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðandi segir ljóst að eftirliti með styrkjum til félagasamtaka á borð við Byrgið hafa ekki verið sinnt sem skyldi, og boðar úrbætur í þeim efnum.

Ríkisendurskoðun fer nú með fjárhagslega rannsókn á starfsemi Byrgisins og er búist við að henni ljúki um miðjan janúar. Fréttastofa Sjónvarpsins greindi frá þessu.

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í fréttum Sjónvarpsins að styrkir til starfsemi, sem falli utan hins opinbera kerfis, skiptist í tvo flokka. Annars vegar eru tiltekin verkefni styrkt með ákveðinni fjárhæð og verður þá að gera grein fyrir því hvers vegna þörf er á styrk, og svo hvernig hann nýtist. Á hinn bóginn er um ræða þjónustusamninga við stofnanir sem sinna lögbundnum verkefnum, eins og öldrunarþjónustu.

Sigurður segir að Ríkiendurskoðun þurfi að breyta um áherslur í þessu sambandi, enda hafi hún ekki sinnt þessum þætti sem skyldi. Ríkisendurskoðun fór fram á það við félagsmálaráðuneytið í gær að greiðslum til Byrgisins verði hætt þar til rannsókn er lokið. Frá 1999 hefur Byrgið fengið rúmar 200 miljónir króna úr ríkissjóði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert