Samgönguráðherra segir að fyllsta flugöryggis verði gætt

mbl.is/Brynjar Gauti

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur svarað bréfi frá öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem honum barst að kvöldi 30. desember en þar lýsir nefndin áhyggjum vegna ,,þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu nú um áramót,” eins og segir í bréfinu. Í svari samgönguráðherra segir að fyllsta flugöryggis sé gætt þrátt fyrir að þjónusta verði takmörkuð í byrjun.

Í bréfi öryggisnefndar FÍA kemur meðal annars fram að hún telji að flugöryggi muni skerðast ef viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf. vegna skorts á mannafla verður virk. Áætlunin byggist á verulegri takmörkun á þjónustu við flugumferðar og er skorað á samgönguyfirvöld að koma í veg fyrir að grípa þurfi til ofangreindrar viðbúnaðaráætlunar.

Flugumferðarstjórar hafa setið á fundi með forsvarsmönnum Flugstoða í dag en um 60 flugumferðarstjórar hafa ekki þegið starf hjá Flugstoðum nú um áramót.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir í svarbréfi sínu, sem sent var öryggisnefnd FÍA uppúr hádegi í dag, að viðbúnaðaráætlun liggi fyrir og að Alþjóða flugmálastofnunin hafi samþykkt hana. Þá fylgir svari samgönguráðherra bréf frá Flugmálastjórn sem einnig svarar erindi öryggisnefndar FÍA efnislega.

Bréfaskipti ráðherra og öryggisnefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert