Álversframkvæmdum á Íslandi mótmælt í Lundúnum

Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisverndarsamtökin SavingIceland.org stóðu fyrir mótmælum í Lundúnum í gær þar sem virkjunaráformum og álversframkvæmdum á Íslandi var mótmælt. Klifruðu liðsmenn samtakanna upp á St.Pauls kirkjuna og Tate Modern listasafnið og festu upp mótmælaborða.

Samtökin eru þegar byrjað að skipuleggja alþjóðlegar mótmælabúðir hérlendis fyrir næsta sumar. Stefnt er að því að búðirnar verði reistar 6. júní og standi fram eftir sumri 2007.

Á vef samtakanna er minnt á að Saving Iceland-hópurinn hafi verið með samskonar alþjóðlegar mótmælendabúðir, fyrst sumarið 2005 og aftur sl. sumar. Markmið búðanna þá var að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álveri Alcoa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka