Flugsamgöngur ganga vel

Flug hefur gengið með eðlilegum hætti það sem af er …
Flug hefur gengið með eðlilegum hætti það sem af er degi. mbl.is/ÞÖK

Flug­sam­göng­ur, bæði inn­an­lands og utan, hafa gengið vel það sem af er degi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hjör­dísi Guðmunds­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Flug­stoða, varð ein­hver töf á flugi á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un en það var sök­um hálku og af­ís­ing­ar og seink­un­ar á vél frá Banda­ríkj­un­um. Að sögn Hjör­dís­ar er áformað að bæta þjón­ustu­stigið á Reykja­vík­ur­flug­velli á næstu dög­um.

Flug­kenn­ar­ar með aðstöðu á Reykja­vík­ur­flug­velli eru ósátt­ir við skerta þjón­ustu flug­um­ferðastjóra.

Hjör­dís sagði að skipu­lagður væri fund­ur stjórn­ar Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra og Flug­stoða seinna í dag þar sem rætt verður um líf­eyr­is­mál flug­um­ferðar­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert