Þriðjungur býst við betri tíð

Rösklega þriðjungur landsmanna telur að persónulegir hagir verði betri á komandi ári, 58% telja að þeir verði svipaðir og 5% telja hagi sína munu versna á nýju ári. Þetta kemur meðal annars fram í hinni árlegu könnun Gallup þar sem spurt er um horfur í nokkrum málaflokkum fyrir komandi ár en hún var gerð í tæplega 60 löndum undir lok ársins.

Samkvæmt könnuninni er viðhorf landsmanna til efnahagsástandsins jafnframt örlítið jákvæðara nú en á síðasta ári eða 12% í stað 9%. Um fjórðungur Íslendinga telur hins vegar að verkföll og átök á vinnumarkaði verði meiri árið 2007 en árið 2006 og hlutfall þeirra sem telja að atvinnuleysi muni aukast á þessu ári eykst töluvert frá síðustu mælingu eða um 12 prósentustig. Þannig telja tæplega þrír af hverjum tíu að atvinnuleysi muni aukast, sex af hverjum tíu að það muni standa í stað og einn af hverjum tíu að það muni minnka á nýju ári. Örlítil breyting hefur orðið á viðhorfi Íslendinga til alþjóðadeilna samkvæmt könnuninni en nú telja 35% landsmanna að alþjóðadeilur verði meiri á komandi ári en því sem er nýliðið og er það aukning um 4 prósentustig.

Íbúar Afríku eru bjartsýnastir íbúa allra heimshluta. Sex af hverjum tíu Afríkubúum telja að persónulegir hagir þeirra muni batna á nýju ári. Evrópa er svartsýnasti heimshlutinn. Þeir bjartsýnustu allra búa hins vegar í Víetnam, þar telja 94% að persónulegir hagir þeirra muni batna á árinu.

Bandaríkjamenn eru svartsýnastir þegar spurt er um alþjóðadeilur en tæplega sex af hverjum tíu telja að alþjóðlegar deilur verði meiri á nýju ári en liðnu. Aðeins 2% Bandaríkjamanna telja að alþjóðlegar deilur verði minni á árinu en því síðasta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert