Baugur lýsir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga

Baugur Group hefur lýst yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga.
Baugur Group hefur lýst yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga. Morgunblaðið/Ómar

Baugur Group hefur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga. Segir í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannesyni, forstjóra Baugs, að hvalveiðar séu farnar að skaða íslensk fyrirtæki og hugsanlegan áframhaldandi vöxt þeirra í framtíðinni.

Í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs segir m.a., að mikil andstaða sé gagnvart hvalveiðum í heiminum í dag hvort sem mönnum líki betur eða verr. Fólk í ferðaþjónustu hér á landi hafi óttast mjög þau áhrif sem hvalveiðar Íslendinga kunni að hafa. Segir að samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar hafi fjölmargir afpantað bókanir hingað til lands vegna ákvörðunar stjórnvalda um að hér skuli hvalir veiddir.

„En það er ekki bara ferðaþjónustan sem á í vanda. Fyrirtæki erlendis í eigu Íslendinga hafa mörg hver átt í erfiðleikum vegna málsins því fjölmargir hópar hafa hótað því að hætta að versla við þessi fyrirtæki nema hvaleiðum Íslendinga verði hætt hið snarasta. Hvalveiðar eru því farnar að skaða íslensk fyrirtæki og hugsanlegan áframhaldandi vöxt þeirra í framtíðinni.

Sjávarútvegurinn er og verður Íslendingum ávallt mikilvægur. Hins vegar hafa aðrar greinar verið að ryðja sér rúms í alþjóðlega viðskiptasamfélaginu og það með góðu gengi. Við getum öll verið sammála um að best sé að útflutningstekjur þjóðarinnar komi frá fleiri en einum geira, enda hefur áhættan hingað til verið töluverð. Ekki ætti að koma á óvart að einhverju þurfi að fórna til að svo verði. Hefur Baugur Group því tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert