Samið um þjónustu Alþjóðahúss

kópavogur | Kópavogsbær hefur endurnýjað samning um þjónustu við Alþjóðahúsið ehf. til eins árs. Bærinn var einn af stofnaðilum hússins árið 2001 og hefur verið með þjónustusamning frá upphafi. Alþjóðahúsið er nú í eigu Kosmos ses.

Til að sinna verkefnum samningsins greiðir Kópavogsbær kr. 6.512.000 til reksturs Alþjóðahússins ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu Kópavogsbæjar, kopavogur.is.

Öflug starfsemi tryggð áfram

Samkvæmt samningnum mun Alþjóðahúsið m.a. veita sérhæfða ráðgjöf í málefnum innflytjenda fyrir stofnanir og einstaklinga í bæjarfélaginu, annast upplýsingamiðlun og hvetja til málefnalegrar umræðu í málaflokknum. Kópavogsbær mun njóta 25% afsláttar af útseldri þjónustu hússins, eins og túlkunarþjónustu og sérhæfðri fræðslu og námskeiðum fyrir starfsmenn stofnana bæjarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert