Samið um þjónustu Alþjóðahúss

kópavogur | Kópavogsbær hefur endurnýjað samning um þjónustu við Alþjóðahúsið ehf. til eins árs. Bærinn var einn af stofnaðilum hússins árið 2001 og hefur verið með þjónustusamning frá upphafi. Alþjóðahúsið er nú í eigu Kosmos ses.

Til að sinna verkefnum samningsins greiðir Kópavogsbær kr. 6.512.000 til reksturs Alþjóðahússins ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu Kópavogsbæjar, kopavogur.is.

Öflug starfsemi tryggð áfram

Meginmarkmið samningsins er að tryggja öfluga starfsemi Alþjóðahússins og stuðla þannig að því að flestir íbúar nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing einkennir samskipti fólks af ólíkum uppruna og jafnframt að innflytjendum verði gert kleift að taka virkan þátt í íslensku samfélagi, segir í frétt Kópavogsbæjar.

Samkvæmt samningnum mun Alþjóðahúsið m.a. veita sérhæfða ráðgjöf í málefnum innflytjenda fyrir stofnanir og einstaklinga í bæjarfélaginu, annast upplýsingamiðlun og hvetja til málefnalegrar umræðu í málaflokknum. Kópavogsbær mun njóta 25% afsláttar af útseldri þjónustu hússins, eins og túlkunarþjónustu og sérhæfðri fræðslu og námskeiðum fyrir starfsmenn stofnana bæjarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert