Fimm slasaðir eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi

Einn slasaðist alvarlega og fjórir minna þegar bíll valt á Kjósarskarðsvegi í dag. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er mikil hálka á veginum og er slysið rakið til hennar.

Slökkviliðið sendi þrjá sjúkrabíla og bíl með klippibúnað á slysstaðinn og einnig voru sendir þrír lögreglubílar á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er verið að flytja fólkið á sjúkrahús í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert