Handteknir tvisvar fyrir peningafölsun

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

Um var að ræða fjóra 19 ára pilta og eina stúlku. Tekinn var af þeim peningafölsunarbúnaður og 200 þúsund krónur í fölsuðum fimm þúsund króna seðlum og játaði einn hinna handteknu sakir. Fólkinu var sleppt að loknum yfirheyrslum en tveir piltanna tóku þá til við fyrri iðju og tókst þeim að koma sér upp nýjum fölsunarbúnaði og byrjuðu að falsa aftur.

Lögreglan fékk spurnir af því að þeir hefðu komið á tvær flugeldasölur og reynt að kaupa varning þar fyrir falsaða seðla. Strax var farið í málið og piltarnir handteknir. Gerð var húsleit heima hjá þeim þar sem fannst skönnunar- og prentbúnaður. Þá þegar höfðu verið prentaðir 33 fimm þúsund króna seðlar sem lögreglan lagði hald á.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir piltana hafa notað lítið af fölsuðu peningunum og játuðu þeir sakir. Brot af þessu tagi getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Piltarnir gáfu þá skýringu á fölsuninni að þeir væru að reyna að fjármagna fíkniefnakaup með hinum nýprentuðu seðlum.

Að sögn Ómars Smára uppgötvuðu afgreiðslumenn á báðum fyrrnefndum flugeldasölustöðum að piltarnir væru með óhreint mjöl í pokahorninu. Segir Ómar Smári að svo virðist sem fólk sé vakandi fyrir svona brotum og það geri fölsurum erfitt fyrir.

Í hnotskurn
» Lögreglan handtók falsarana tvisvar í desember.
» Á gamlársdag voru þeir gripnir eftir að hafa reynt flugeldakaup með fölsuðum seðlum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert