Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun aka á merktum bíl

Stefán Eiríksson (t.h.) sestur undir stýri bílsins.
Stefán Eiríksson (t.h.) sestur undir stýri bílsins. mbl.is/Júlíus

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, tók í dag við merktum lögreglubíl sem hann mun aka á þegar hann er í embættiserindum. Er þetta liður í að auka sýnilega löggæslu, segir Agnar Hannesson, rekstrar- og þjónustustjóri bílamiðstöðvar Ríkislögreglustjórans, sem afhenti Stefáni bílinn.

Bíll lögreglustjórans var ómerktur bíll í bílabanka lögreglunnar en hann hefur nú verið merktur á hefðbundinn hátt og er með bláum ljósum og sírenu. Hann er af gerðinni Subaru Legacy.

Á næstunni verður merktum bílum lögreglunnar fjölgað, segir Agnar, en þar sé um að ræða breytingu sem fylgir hinu nýja embætti og nýjum lögreglustjóra sem vilji auka sýnileika lögreglunnar. Um er að ræða minni fólksbíla sem verða með lágmarksbúnaði. Lögreglumenn sem eru að sinna löggæsluerindum verði framvegis meira á merktum bílum en ómerktum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert