Safngestir fengu 53 tonn að láni á árinu

Amtsbókasafnið á Akureyri.
Amtsbókasafnið á Akureyri.

Lánþegar Amts­bóka­safns­ins á Ak­ur­eyri fengu að láni 194.748 gögn árið 2006 sem sam­svar­ar því að hver Ak­ur­eyr­ing­ur hafi fengið 11,58 safn­gögn að láni á ár­inu, eða um það bil eitt á mánuði. Sam­an­lagður þungi þess­ara gagna er um 53,3 tonn.

Útlán safns­ins juk­ust veru­lega á síðasta ári, sem er mik­ill viðsnún­ing­ur frá því sem verið hef­ur.

Frá þessu grein­ir Hólm­kell Hreins­son amts­bóka­vörður á Ak­ur­eyri.

Útlán á síðasta ári voru um tólf af hundraði fleiri en 2005, en það ár fjölgaði þeim um fjög­ur pró­sent, en 2003 fækkaði þeim um fimm af hundraði.

Sem fyrr eru bæk­ur vin­sæl­ast­ar meðal lánþega safns­ins, eða um 75% þess sem lánað var út á ár­inu. Næst koma tíma­rit og mynd­bönd.

Ef gögn­un­um sem feng­in voru að láni á ár­inu væri staflað hverju ofan á annað yrði til turn sem væri 2.726 metra hár, seg­ir Hólm­kell. Til sam­an­b­urðar megi geta þess að Kerl­ing, hæsta fjall Norður­lands, sé 1.536 metra hátt og Súlut­ind­ur sem gnæf­ir yfir Ak­ur­eyri er 1.144 metra hár. Sam­an­lögð hæð þess­ara fjalla sé því 46 metr­um lægri en þessi ímyndaði gagnaturn Amts­bóka­safns­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka