Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði Reykjavíkur óskuðu á fundi ráðsins í dag eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og meðferðarstofnunarinnar Byrgisins, m.a. um hvernig farið væri með fjárstuðning vegna einstaklinga sem þar hafa dvalið.

Í fyrirspurninni er einnig spurt um skyldur borgarinnar til eftirlits með starfsemi Byrgisins og hvernig fjármunir þar hafi verið nýttir. Þá er spurt hvernig eftirlitinu hafi verið framfylgt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert