Grímuball í Eyjum á þrettándanum

Búningarnir voru af ýmsum toga en þessi ungi piltur kom …
Búningarnir voru af ýmsum toga en þessi ungi piltur kom á sínum eigin bát á ballið. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Ey­verj­ar, fé­lag ungra sjálf­stæðismanna í Vest­manna­eyj­um, héldu sitt ár­lega grímu­ball í dag, en það hef­ur verið órjúf­an­leg­ur hluti af Þrett­ánda­hátíðinni í Vest­manna­eyj­um. Krakk­ar á öll­um aldri gerðu sér glaðan dag og voru marg­ir í afar lit­rík­um og skraut­leg­um bún­ing­um í til­efni dags­ins.

Hefð er fyr­ir þrett­ánda­göngu um bæ­inn í fylgd Grýlu, Leppalúða og jóla­svein­anna. Gengið er á stóra mal­ar­völl­inn í Löngulág. Þar er jafnað dansað í kring­um brennu með álf­um, púk­um og alls kyns kynja­ver­um. Að lok­um eru jól­in kvödd um miðnætti með flug­elda­sýn­ingu.

mbl.is/​Sig­ur­geir
Á grímuballinu mátti m.a. sjá Sollu stirðu og hafmeyjur.
Á grímu­ball­inu mátti m.a. sjá Sollu stirðu og haf­meyj­ur. mbl.is/​Sig­ur­geir Jónas­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert