„Netið ýtir undir hömluleysi og gróft ofbeldi"

Eft­ir Örlyg Stein Sig­ur­jóns­son orsi@mbl.is

„Það er al­veg á hreinu að við erum jafn­sjokk­eruð og aðrir yfir þessu," seg­ir hann. „Það ligg­ur eitt­hvað að baki og öll­um má ljóst vera að eng­inn heil­brigður ein­stak­ling­ur ger­ir svona lagað. Ég held að svona ung­ling­ar fái ekki þann stuðning sem þeir þurfa," bend­ir hann á.

„Of­beld­i­svæðing­in sem kem­ur í gegn­um Netið er orðin aug­ljós og á sér svipaðar ræt­ur og klám­væðing­in. Það má t.d. benda á að það er ekki í sjón­varpi sem af­taka Saddams Hus­seins er sýnd held­ur á Net­inu. Alls staðar á Net­inu er vísað á mynd­skeið með mjög grófu of­beldi og ég held að þetta ýti und­ir ákveðið hömlu­leysi," seg­ir hann.

Skýr­ing­ar á of­beld­is­hegðun af þeim toga sem átti sér stað í Garðastræti helg­ast af ólík­um þátt­um að mati sér­fræðinga og er um að ræða sam­spil firr­ing­ar, fíkni­efna­neyslu og þess sem nefnt er of­beld­is­fíkn.

Dr. Páll Bier­ing skrifaði doktors­rit­gerð í geðhjúkr­un­ar­fræði árið 2001 þar sem hann birti niður­stöður rann­sókn­ar sinn­ar á of­beldi ís­lenskra ung­linga. "Ég hef rætt við ung­linga sem hafa lent í vand­ræðum vegna of­beld­is­hegðunar og þeir lýsa þessu sem fíkn, ákveðinni spennu sem þeir sækja í, og eru síðan miður sín á eft­ir," seg­ir hann.

Sveinn All­an Mort­hens upp­eld­is­fræðing­ur seg­ir að til­efn­is­laus­um og hrotta­leg­um árás­um sé að fjölga. Vissu­lega hafi menn sleg­ist áður en til­tölu­lega óþekkt hafi verið að ráðist væri á ókunn­uga.

Í hnot­skurn
» Til­efn­is­laus­um og hrotta­leg­um árás­um er að fjölga og óskrifaðar "regl­ur" sem eitt sinn giltu í slags­mál­um eru ekki leng­ur fyr­ir hendi að mati sér­fræðings.
» Að mati sér­fræðinga er um að ræða sam­spil firr­ing­ar, fíkni­efna­neyslu og svo­nefndr­ar of­beld­is­fíkn­ar.

Nán­ar er fjallað um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert