Skóflustunga tekin að íþróttahúsi í Hrísey

Börn sungu þegar fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi í Hrísey …
Börn sungu þegar fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi í Hrísey var tekin í dag.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tók í dag fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi í Hrísey. Krakkarnir í eyjunni sungu við athöfnina og síðan var boðið til kaffisamsætis í grunnskóla eyjunnar.

Húsið á að nýtast fyrir leikfimikennslu, íþróttaiðkun og til samkomuhalds og auk þess verður eldhús í húsinu nýtt fyrir skólann. Áætluð verklok eru í júní 2008. Samhliða byggingu hússis verða gerðar endurbætur á sundlauginni. Heildarkostnaður við fjölnotahúsið er áætlaður um 235 milljónir króna og fyrir sundlaug um 75 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert